top of page

Staðreyndir um reykingar

Á einu ári....

 

hefur sá sem reykir einn sígarettupakka á dag.....

 

  • breytt hálfum kílómetra af sígarettum í reyk og ösku
     

  • sogið úr þeim eiturefni 50 – 60 þúsund sinnum
     

  • fengist við það samanlagt í 800 klukkustundir ( 100 dagsverk!!)
     

  • spillt andrúmsloftinu allan þennan tíma með eitruðum reyk
     

  • hellt sem svarar hundrað grömmum af tóbakstjöru ofan í lungun
     

  • eytt 24 trjám sem voru notuð við vinnslu tóbaksins
     

  • minnkað lífslíkur sínar um einn til tvo mánuði
     

  • brennt upp hundrað þúsund krónur

Áhrif reykinga á hjarta- og æðakerfið:

 

  • Nikótín er öflugt efni sem örvar framleiðslu Adrenalíns. Adrenalín örvar hjartsláttinn og hækkar blóðþrýsting. Þetta leiðir til þess að hjartað þarf að vinna meira. Aukið álag er á hjartað eykur hættuna á að viðkomandi fái hjartasjúkdóm.
     

  • Kolmonoxíð er í tóbaki. Aukið kolmónoxíð í blóði getur leitt til hjartaáfalls. Kolmónoxíð, er eitruð loftegund sem að minnkar magn súrefnis í blóði. Minnkað magn súrefnis í blóði veldur því að hjartað þarf að vinna meira. Aukið álag er á hjartanu sem eykur hættuna á að viðkomandi fái hjartasjúkdóm.
     

  • Efni í tóbaki hafa þannig áhrif á slagæðar að þær þrengjast. Slagæðaþrengsl minnka flutningsgetu blóðs til hjartans. Skert blóðflæði til hjarta getur framkallað brjóstverk hjá þeim sem eru fyrir með kransæðaþrengsl. Efni finnast í tóbaki sem geta valdið æðakölkun.
     

  • Með reykingum verður meiri hætta á blóðsegamyndun. Það getur leitt til kransæðastíflu.

Reykingar drepa 

 

  • Að meðaltali deyr einn jarðarbúi á hverjum tíu sekúndum af völdum reykinga.

 

  • Að meðaltali deyr einn íslendingur á dag af völdum reykinga.

 

  • Tóbaksnotkun er veigamesta orsök sjúkdóma og ótímabærs dauða sem hægt er að koma í veg fyrir. Árlega deyr fleira fólk á Íslandi af völdum reykinga en af völdum ólöglegra fíkniefna, áfengis, umferðarslysa, morða, sjálfsmorða, eldsvoða og alnæmis samanlagt.

 

  • Hættan á að deyja úr kransæðastíflu meira en sjöfaldast hjá konu sem reykir meira en 1 pakka á dag, skv. Hjartavernd.

 

  • Reykingar margfalda áhættuna á að deyja úr kransæðastíflu.

 

  • Í tóbaksreyk eru meira en 4000 efnasambönd, þar af 40 sem geta valdið krabbameini.

 

  • 20 sígarettur á dag skaða heilsuna meira en 45 kílógrömm yfir kjörþyngd.

 

  • Reykingafólk á miðjum aldri hefur tapað marktækt fleiri tönnum en þeir sem ekki reykja.

Það var einu sinni drengur sem átti sér draum um að verða frægur píanóisti. Hann æfði alla daga út og inn fram á unglingsaldur, og loksins gerðist það honum var boðið að spila sem píanóisti í frægasta hörpusalnum í heimi. Hann hafði aldrei reykt og ætlaði sér aldrei að gera það, en þegar hann spilaði reykti fólk allan liðlangan daginn inni í salnum hjá honum sem olli því að nokkrum árum

seinna greindist hann með lungna krabbamein.

 

Læknirinn ráðlagði honum að bíða heima og hvíla sig, en það var það seinasta sem hann var að hugsa um að gera. Svooo hann fór aftur í starfið sitt hjá frægu hörpunni, og reyndi að láta rekinn frá sígarettunum ekki angra sig. Nokkrum mánuðum seinna var hann að spila í stærsta sal hörunnar, með stærsta áhorfendahóp sem hafði komið þar og þar á meðal mesta reyk sem einginn getur ímyndað sér. Og þetta kvöld fékk maðurinn hjartaáfall og því miður dó.

 

 

 SÍGARETTUR DREPA EKKI BARA YKKUR SJÁLF HELDUR LÍKA FÓLKIÐ Í KRING....

Smásaga

bottom of page